Leiðrétting við
frétt um miðlægan gagnagrunn
HÖGNI Óskarsson læknir hefur
beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi leiðréttingu:
"Í viðtali í Morgunblaðinu í gær um frumvarp um miðlægan gagnagrunn vísaði undirritaður til samþykktar Evrópuráðs um mannréttindi og læknisfræði þegar verið var að fjalla um aðgreiningu erfðafræðigagna frá öðrum heilsufarsgögnum og um aðferð við samkeyrslu slíkra gagna. Hið rétta er að vísa átti í samþykkt ráðherranefndar Evrópuráðs um erfðaprófanir og erfðaskimun frá 1992, en þar er mælt svo fyrir að "erfðagögn, sem safnað er í heilbrigðisskyni, skal, eins og öll önnur læknisfræðileg gögn, geyma aðskilið frá öðrum persónulegum gögnum". Er samþykkt ráðherranefndar Evrópuráðs frá 1997 um vernd heilsufarsupplýsinga í samræmi við þetta, en þar er lögð áhersla á aðskilnað ýmissra flokka upplýsinga, m.a. erfðafræðiupplýsinga. Þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á frumvarpinu um miðlægan gagnagrunn taka af allan vafa um á hvern hátt erfðafræðiupplýsingar samkeyrast við aðrar heilsufarsupplýsingar."