BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar veitustofnana um að borgarstjóri gangi til viðræðna við Guðmund Þóroddsson vatnsveitustjóra um ráðningu hans í stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Tuttugu umsóknir bárust um starfið.
Orkuveita Reykjavíkur Guðmundur Þóroddsson ráðinn forstjóri

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar veitustofnana um að borgarstjóri gangi til viðræðna við Guðmund Þóroddsson vatnsveitustjóra um ráðningu hans í stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Tuttugu umsóknir bárust um starfið.

Vísað er til bókunar borgarráðs frá því í nóvember, þar sem gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til sex ára hið lengsta í senn, án þess að það takmarki möguleika á endurráðningu. Jafnframt að skoða skuli sérstaklega hvort ekki sé ástæða til að móta reglur um eftirlaunaaldur æðstu stjórnenda fyrirtækisins.

Þrír aðrir umsækjendur voru taldir hæfir að mati stjórnar veitustofnana, þeir Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri, Eiríkur Briem framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs RARIK og Ólafur Flóvenz framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Orkustofnunar.