BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarstjóra að ganga til viðræðna við Birgi Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóra um ráðningu í starf forstöðumanns starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar. Fimmtán umsóknir bárust um starfið.
Birgir Björn Sigurjónsson ráðinn starfsmannastjóri

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarstjóra að ganga til viðræðna við Birgi Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóra um ráðningu í starf forstöðumanns starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar. Fimmtán umsóknir bárust um starfið.

Tillaga um að ráða Birgi Björn hlaut þrjú atkvæði í borgarráði en tillaga um að ráða Ingu Björgu Hjaltadóttur, starfandi starfsmannastjóra, hlaut tvö atkvæði.