VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hefur ákveðið að ganga úr stjórn Íslenskrar erfðagreiningar frá og með 1. janúar næstkomandi. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi fyrirtækisins 18. nóvember síðastliðinn.
Vigdís hættir í stjórn ÍE

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hefur ákveðið að ganga úr stjórn Íslenskrar erfðagreiningar frá og með 1. janúar næstkomandi. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi fyrirtækisins 18. nóvember síðastliðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu þykir Vigdísi ekki fara saman að sitja í stjórn ÍE og gegna formennsku í nefnd á vegum UNESCO, sem fjallar um siðfræði í vísindum og tækni, en hún hefur tekið að sér formennsku í þeirri nefnd. Nefndin mun taka til starfa í apríl á næsta ári. Vigdís hefur setið í stjórn ÍE frá upphafi og tók þátt í að ýta fyrirtækinu úr vör, samkvæmt upplýsingum ÍE.

"Vigdís var mjög mikilvæg fyrir starf Íslenskrar erfðagreiningar. Strax í upphafi lagði hún mjög mikla áherslu á siðfræði í því sem við fáumst við og vakti af miklum krafti yfir séríslenskum hagsmunum og hagsmunum sjúklinga, segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.