TILLAGA Jakobs Björnssonar, oddvita Framsóknarflokks, um að veita Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA, tveggja milljóna króna sérstakan styrk, var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa minnihlutans og eins úr meirihlutanum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær.
Tværmilljónir
til KA
TILLAGA Jakobs Björnssonar, oddvita Framsóknarflokks, um að veita Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA, tveggja milljóna króna sérstakan styrk, var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa minnihlutans og eins úr meirihlutanum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær.
Greindi Jakob frá því að eftir að fjárhagur Íþróttafélagsins Þórs hefði verið endurreistur á liðnu ári hefði borist ósk frá aðalstjórn KA um viðræður við bæjaryfirvöld um aukinn fjárstuðning við félagið. Erindið er frá því í nóvember í fyrra og var það afgreitt í bæjarstjórn í maí síðastliðnum en ekki að fullu. Húsaleiga til félagsins var þá hækkuð og vilyrði gefið fyrir frekari fyrirgreiðslu, en Jakob sagði að láðst hefði að ganga endanlega frá málinu og því bæri hann tillöguna fram nú.
Styrkurinn verður gjaldfærður á liðinn "óvænt og óviss útgjöld" og verður útgjöldunum mætt með skerðingu veltufjár.