LÍKURNAR á að Bill Clinton Bandaríkjaforseta tækist að koma í veg fyrir málshöfðun til embættismissis minnkuðu enn í gær þegar sjö repúblikanar í fulltrúadeildinni lýstu því yfir að þeir myndu greiða atkvæði með ákæru á hendur forsetanum þegar hún verður borin undir atkvæði á morgun.
Mál Clintons
Líkurnar
á málshöfðun aukastWashington. Reuters.
LÍKURNAR á að Bill Clinton Bandaríkjaforseta tækist að koma í veg fyrir málshöfðun til embættismissis minnkuðu enn í gær þegar sjö repúblikanar í fulltrúadeildinni lýstu því yfir að þeir myndu greiða atkvæði með ákæru á hendur forsetanum þegar hún verður borin undir atkvæði á morgun.
Einn þingmannanna sjö, Jack Quinn, var á meðal fyrstu repúblikananna sem lýstu yfir andstöðu við málshöfðun á hendur forsetanum. Sinnaskipti hans eru mikið áfall fyrir Clinton.
Staða forsetans versnaði enn í gærkvöldi þegar Nancy Johnson, áhrifamikil þingkona úr röðum hófsamra repúblikana, lýsti því yfir að hún væri hlynnt málshöfðun. Johnson hefur farið fyrir 20 repúblikönum, sem Clinton hefur lagt mikið kapp á að vinna á sitt band. "Forsetinn hefur ekki rétt til að fremja meinsæri þegar honum hentar eða þegar hann telur að ásakanirnar á hendur honum séu léttvægar," sagði hún.
Clinton þarfnast stuðnings að minnsta kosti 15 repúblikana í atkvæðagreiðslunni til að komast hjá málshöfðun.
Syrtir í álinn/24