GRAHAM Kelly, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins síðan 1988, sagði af sér í gær. Ástæðan er sú að enska sambandið hafði lofað knattspyrnusambandi Wales 3,2 milljón punda láni og í staðinn hét Wales stuðningi við kjör fulltrúa Englands í framkvæmdastjórn UEFA og FIFA.
LIVERPOOL er í þann STOFNANDI:: SPORT \:
\:
GRAHAM Kelly , framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins síðan 1988, sagði af sér í gær.
Ástæðan er sú að enska sambandið hafði lofað knattspyrnusambandi Wales 3,2 milljón punda láni og í staðinn hét Wales stuðningi við kjör fulltrúa Englands í framkvæmdastjórn UEFA og FIFA.LIVERPOOL er í þann mund að ganga frá samningi við þýska varnarmanninn Thomas Helmer frá Bayern M¨unchen. Helmer, sem er fyrrum landsliðsmaður, er 33 ára og er verðlagður á eina milljón punda. Félögin hafa þegar náð samkomulagi um kaupin. Líklegt er að hann verði orðinn löglegur með Liverpool þegar liðið mætir Sheffield Wednesday á Anfield á laugardag.
BLACKBURN Rovers keypti í gær útherjann Keith Gillespie frá Newcastle United fyrir 2,3 milljónir punda. Þetta voru fyrstu kaupin hjá nýráðnum framkvæmdstjóra Rovers, Bridan Kidd.
RAPID Búkarest hefur ráðið Dumitru Dumitriu sem þjálfara liðsins í stað Mircea Lucescu, sem tók við Inter Milan. Dumitriu mun verða með liðið út tímabilið. Hann er 52 ára og stjórnaði Steaua Búkarest til sigurs í rúmensku deildinni fjórum sinnum. Hann var þjálfari AEK í Grikklandi , sem Arnar Grétarsson leikur með, í fyrra.