HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á mótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar síðdegis í gær. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með áverka á baki og hálsi. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með dráttarbíl. Skömmu áður klemmdist maður milli tveggja bíla á bílastæði við Hraunberg. Maðurinn hafði verið farþegi í öðrum bílnum og gekk hann fram fyrir hann.
Harður árekstur
HARÐUR árekstur varð milli
tveggja bíla á mótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar síðdegis í gær. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með áverka á baki og hálsi. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með dráttarbíl.
Skömmu áður klemmdist maður milli tveggja bíla á bílastæði við Hraunberg. Maðurinn hafði verið farþegi í öðrum bílnum og gekk hann fram fyrir hann. Svo virðist sem bíll sem var á undan hafi bakkað með þeim afleiðingum að maðurinn klemmdist á milli. Hann meiddist á hnjám.