Akureyrarliðin Þór og KA mættust í bikarleik í gærkvöld og var leikurinn hreint ótrúlegur. KA- menn hafa ekki átt í vandræðum með litla bróður undanfarin ár en nú bar svo við að Þórsarar voru inni í leiknum allt til loka og höfðu yfir 23:22 þegar rúmar 7 mín. voru til leiksloka. KA- menn höfðu svo betur á síðustu mínútunum, sigruðu 28:26. Leikurinn var gríðarlega harður.
KA
marði ÞórAkureyrarliðin Þór og KA mættust í bikarleik í gærkvöld og var leikurinn hreint ótrúlegur. KA- menn hafa ekki átt í vandræðum með litla bróður undanfarin ár en nú bar svo við að Þórsarar voru inni í leiknum allt til loka og höfðu yfir 23:22 þegar rúmar 7 mín. voru til leiksloka. KA- menn höfðu svo betur á síðustu mínútunum, sigruðu 28:26.
Leikurinn var gríðarlega harður. Þórsarar léku lifandi og kraftmikla vörn þar sem Páll Gíslason fór hamförum fyrir framan harðsnúna félaga sína, sem gengu reyndar oft ansi langt. KA-menn voru heldur engir kettlingar í návígi. Atli Þór Samúelsson fór á kostum í liði Þórs og skoraði 16 mörk. Jóhann G. Jóhannsson, fyrirliði KA, bjargaði liði sínu með frábærum leik.
Stefán Þór Sæmundsson skrifar