ENGIN niðurstaða varð af fundi kjörnefndar A-flokkanna og Kvennalistans í Reykjavík í gærkvöldi um fyrirkomulag framboðsmála í Reykjavík en ákveðið var að halda viðræðunum áfram í dag á fundi sem hefst kl. 17.30.
A-flokkar og

Kvennalisti Viðræður halda áfram í dag

ENGIN niðurstaða varð af fundi kjörnefndar A-flokkanna og Kvennalistans í Reykjavík í gærkvöldi um fyrirkomulag framboðsmála í Reykjavík en ákveðið var að halda viðræðunum áfram í dag á fundi sem hefst kl. 17.30.

Fulltrúar A-flokkanna lögðu fram sameiginlega tillögu á fundinum í gær um að viðhaft verði prófkjör í síðari hluta janúar um röðun í efstu átta sætin á væntanlegum framboðslista, þar sem tryggt verði að hver flokkur fái a.m.k. tvö sæti og Jóhönnu Sigurðardóttur verði tryggt 4. sætið.

Fulltrúar Kvennalistans komu fram með breytingartillögur á fundinum og verða þessar tillögur og útfærsla þeirra til frekari umfjöllunar í dag, að sögn Hauks Más Haraldssonar, fulltrúa Alþýðubandalagsins.



Traust kjósenda/36