ÞUNGU fargi virtist létt af Nicole Kidman eftir frumsýningu Bláa herbergisins á Broadway. "Ég verð að fá áfengi," sagði hún í gamni þegar hún mætti í frumsýningarteitið. Á meðal frumsýningargesta voru Tom Cruise, eiginmaður hennar, Rosie O'Donnell, Vanessa Williams, Teri Hatcher, Carol Burnett, leikstjórarnir Spike Lee og Joel Schumacher og hönnuðurinn Diane von Furstenberg.
Bláa herbergið á Broadway

Gagnrýnendur

ekki eins hrifnir

ÞUNGU fargi virtist létt af Nicole Kidman eftir frumsýningu Bláa herbergisins á Broadway. "Ég verð að fá áfengi," sagði hún í gamni þegar hún mætti í frumsýningarteitið. Á meðal frumsýningargesta voru Tom Cruise, eiginmaður hennar, Rosie O'Donnell, Vanessa Williams, Teri Hatcher, Carol Burnett, leikstjórarnir Spike Lee og Joel Schumacher og hönnuðurinn Diane von Furstenberg.

Cruise sagði að umtalað nektaratriði eiginkonu sinnar [14 sekúndur] hefði ekki valdið honum hugarangri vegna þess að smekklega hefði verið að því staðið. Þá sagðist hann taka hlutlæga afstöðu þegar hann fylgdist með leikritinu. "Ég hef séð það mörgum sinnum og gleymi mér svo í persónusköpuninni að það dettur alveg úr mér að konan mín sé á sviðinu."

Dómar gagnrýnenda vestanhafs voru ekki einróma lof eins og hjá stéttarbræðrum þeirra í Bretlandi. Í New York Daily News sagði að leikritið væri "fyndið, vel skrifað og beitt háðsádeila". Í Variety sagði að það hefði valdið vonbrigðum og ennfremur að Kidman hefði ekki ennþá vald á þeirri fáguðu og yfirveguðu tækni sem sviðsleikkonum væri nauðsynleg. Í New York Times sagði að frammistaða hennar hefði verið lofsverð en leikritið sjálft næði ekki hrista upp í tilfinningum áhorfenda.