A&P, sem rekur stórverzlanakeðjur í einstökum hlutum Bandaríkjanna, hyggst loka 127 verzlunum, eða selja þær, og opna 175­200 nýjar stórverzlanir til að auka hagnað. Fyrirtækið, sem heitir réttu nafni Great Atlantic & Pacific Tea Co., segir að verzlanir þær sem lokað verði hafi staðið sig illa og að þær séu á ýmsum stöðum víðs vegar í Bandaríkjunum og Kanada.
Loka 127 búðum eða selja þær



Montvale, New Jersey.

A&P, sem rekur stórverzlanakeðjur í einstökum hlutum Bandaríkjanna, hyggst loka 127 verzlunum, eða selja þær, og opna 175­200 nýjar stórverzlanir til að auka hagnað.

Fyrirtækið, sem heitir réttu nafni Great Atlantic & Pacific Tea Co., segir að verzlanir þær sem lokað verði hafi staðið sig illa og að þær séu á ýmsum stöðum víðs vegar í Bandaríkjunum og Kanada.

A&P gerir ráð fyrir 22 milljóna dollara hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, eða 57 sentum á hlutabréf.