KOMIÐ þið sæl, krakkar! Eflaust hefur ekki farið framhjá ykkur að teiknimyndarævintýrið Anastasía er komið út á myndbandi. Anastasía fjallar um týnda rússneska prinsessu, síðasta lifandi meðlim Romanov-fjölskyldunnar (rússneska keisaraættin sem ríkti í Rússlandi fram að byltingunni 1917), og ótrúlegt ferðalag hennar í leit að uppruna sínum.
Lita- og spurningaleikur - Skífan - Myndasögur Moggans Anastasía KOMIÐ þið sæl, krakkar! Eflaust hefur ekki farið framhjá ykkur að teiknimyndarævintýrið Anastasía er komið út á myndbandi. Anastasía fjallar um týnda rússneska prinsessu, síðasta lifandi meðlim Romanov-fjölskyldunnar (rússneska keisaraættin sem ríkti í Rússlandi fram að byltingunni 1917), og ótrúlegt ferðalag hennar í leit að uppruna sínum. Í þessu mikla ævintýri takast Anastasía og samferðamenn hennar, Dimitrí og Vladimír, á við hinn illa Raspútín og sérlegan aðstoðarmann hans, leðurblökuna Bartók, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fullkomna þau álög sem Raspútín setti á fjölskyldu Anastasíu. Að lokum þegar Anastasía hefur náð takmarki sínu og fundið ömmu sína í París stendur hún frammi fyrir því að þurfa að velja á milli prinsessulífsins eða hinnar einu sönnu ástar. Í tilefni útgáfu Anastasíu á myndbandi bjóða Skífan og Myndasögur Moggans ykkur til leiks. Á ókláruðu myndinni dragið þið strik á milli punktanna, frá 1-50, og svarið síðan spurningu þar á eftir. Að því loknu litið þið svarthvítu myndina af Anastasíu og hundinum hennar. Þegar þessu öllu er lokið merkið þið myndina vandlega og sendið til: Myndasögur Moggans - Anastasía Kringlunni 1 103 Reykjavík VINNINGAR: 10 Anastasíu-myndbönd 30 Anastasíu-litabækur SPURNING: Hver er á myndinni? a) Hundurinn Bartók b) Leðurblakan Bartók c) Músin Bartók Svar:------------· -------------- SÍÐASTI SKILADAGUR 23. DESEMBER Úrslit birt 13. janúar 1999 NAFN: HEIMILI: PÓSTFANG: