Ný brú yfir Jökulsá á Dal tekin í notkun Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. NÝ brú yfir Jökulsá á Dal við bæinn Hjarðarhaga á Jökuldal var tekin í notkun viku af jólaföstu. Þessi nýja brú er búin að vera í byggingu í nær tvo mánuði og vegurinn yfir Jökulsá hefur verið lokaður þann tíma vegna brúargerðarinnar.
Ný brú yfir Jökulsá á Dal tekin í notkun Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.

NÝ brú yfir Jökulsá á Dal við bæinn Hjarðarhaga á Jökuldal var tekin í notkun viku af jólaföstu. Þessi nýja brú er búin að vera í byggingu í nær tvo mánuði og vegurinn yfir Jökulsá hefur verið lokaður þann tíma vegna brúargerðarinnar. Það hefur valdið nokkru óhagræði. Aðallega hefur það komið niður á skólaakstri hér innansveitar og lengt verulega leið barna af Austur-Dal í skólann. Þessi bið er þó þess virði vegna þess að aðkoma að gömlu brúnni var mjög þröng og svellsækin og þess vegna hættuleg suma vetur. Nú er aðkoman mun víðari og nýja brúin er góðum tveim metrum hærri en sú gamla og safnast þess vegna mun minni snjór í aðkeyrsluna að henni um vetur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson NÝJA brúin á Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga er glæsilegt mannvirki og mun hættuminna að fara yfir hana en gömlu brúna.