BJÖRN KJARTANSSON
Björn Kjartansson fæddist á
Bægisstöðum í Þistilfirði 9. febrúar 1925. Hann lést 8. desember síðastliðinn. Foreldrar Björns voru hjónin Guðrún Soffía Jónsdóttir og Kjartan Jónsson. Systur Björns eru Margrét og Jónína, búsettar í Reykjavík. Hálfbróðir hans er Þorleifur Gunnarsson, búsettur á Langanesi. Björn kvæntist Sóleyju Oddsdóttur 3. júní 1966. Börn Sóleyjar frá fyrra hjónabandi eru 1) Jóna Sæmundsdóttir, maki Grétar Leifsson, búsett í Garðabæ, þeirra börn eru: Sóley, Sigurveig og Leifur. 2) Oddur Sæmundsson, maki Jónína Guðmundsdóttir, búsett í Keflavík, þeirra börn eru Helga Jóhanna, Guðmundur Jóhannes og Sæmundur Jón. 3) Sigurveig Sæmundsdóttir, maki Halldór Snorrason, búsett í Garðabæ, þeirra börn eru Björg Elísabet, Jónína Sóley og Björn, barnabörn eru Ari Halldór og Sigurveig. Björn stundaði ýmis störf, s.s. sjómennsku, var lengst af á Ásbirni RE. Hann var starfsmaður hjá Íslenska álfélaginu í rúmlega tuttugu ár. Útför Björns fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.