TÓNLEIKAR í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag föstudag kl. 18 er lokaáfangi námskeiðsins Skapandi tónlist og tónlistarmiðlun, (Performancc and Communication Skills), sem staðið hefur yfir undanfarið. Tónlistin sem flutt verður er samin og flutt af nemendum sem skipa 80 manna hljómsveit fólks á aldrinum 15­45 ára.
Tónleikar í námskeiðslok

TÓNLEIKAR í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag föstudag kl. 18 er lokaáfangi námskeiðsins Skapandi tónlist og tónlistarmiðlun, (Performancc and Communication Skills), sem staðið hefur yfir undanfarið. Tónlistin sem flutt verður er samin og flutt af nemendum sem skipa 80 manna hljómsveit fólks á aldrinum 15­45 ára.

Námskeiðið er skipulagt og rekið af Sigrúnu Sævarsdóttur í samstarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík og Háteigsskóla. Leiðbeinendur eru Paul Griffiths og Sean Gregory sem báðir kenna við PCS (Performancc and Communication Skills) deildina í Guildhall School of Music and Drama í London.