KAMPÝLÓBAKTER er orðin algengasta orsök magasýkingar í Danmörku, samkvæmt tölum sem birtar voru í danska dagblaðinu Jyllandsposten nýlega. Búist er við því að alls muni 3.900 Danir greinast með kampýlóbaktersmit á þessu ári, að því er segir í fréttabréfi Sóttvarnarstofnunarinnar í Danmörku. Það er um 500 tilfellum meira en 1998.
Kampýlóbakter

vandamál í Danmörku Tilfellum fjölgað sjö ár í röð

KAMPÝLÓBAKTER er orðin algengasta orsök magasýkingar í Danmörku, samkvæmt tölum sem birtar voru í danska dagblaðinu Jyllandsposten nýlega. Búist er við því að alls muni 3.900 Danir greinast með kampýlóbaktersmit á þessu ári, að því er segir í fréttabréfi Sóttvarnarstofnunarinnar í Danmörku. Það er um 500 tilfellum meira en 1998.

Kampýlóbaktersýkingum hefur fjölgað jafnt og þétt í Danmörku undanfarin sjö ár og var aukningin tæp 30% milli áranna 1997 og 1998. Fyrstu 29 vikur þessa árs var aukningin 16% miðað við sama tíma í fyrra.

Toppurinn á ísjakanum

Í Jyllandsposten segir að aðeins lítill hluti magasýkinga sé tilkynntur til Sóttvarnarstofnunarinnar og því séu þessar tölur aðeins toppurinn á ísjakanum. Gera megi ráð fyrir því að sýkingar séu átta til tíu sinnum fleiri og sé það varlega áætlað.

Matvæli eru helsta smitleið kampýlóbakters í Danmörku, en einnig geta menn smitast neyti þeir lélegs drykkjarvatns eða ógerilsneyddrar mjólkur.