SAMÞYKKT var samhljóða á hluthafafundum í Gunnvöru hf. á Ísafirði og Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal að sameina félögin á grundvelli fyrirliggjandi samrunaáætlunar stjórna félaganna frá 30. júní síðastliðnum. Nafn sameinaða félagsins verður Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að hluthafar í Gunnvöru hf.
Hluthafafundir samþykkja samruna

SAMÞYKKT var samhljóða á hluthafafundum í Gunnvöru hf. á Ísafirði og Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal að sameina félögin á grundvelli fyrirliggjandi samrunaáætlunar stjórna félaganna frá 30. júní síðastliðnum. Nafn sameinaða félagsins verður Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf.

Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að hluthafar í Gunnvöru hf. fái sem gagngjald fyrir hlutabréf sín í því félagi hlutabréf í Hraðfrystihúsinu hf. að nafnvirði um 259 milljónir króna og verður heildarhlutafé Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. eftir samrunann tæplega 599 milljónir króna.