600 þúsund til Barnaspítala Hringsins Á DÖGUNUM færðu listamaðurinn Tolli og tölvuverslunin Aco vökudeild Barnaspítala Hringsins ríflega 600 þúsund krónur að gjöf. Voru fjármunirnir afrakstur listasýningar og söfnunar sem Tolli og Aco stóðu fyrir.


600 þúsund til

Barnaspítala

Hringsins

Á DÖGUNUM færðu listamaðurinn Tolli og tölvuverslunin Aco vökudeild Barnaspítala Hringsins ríflega 600 þúsund krónur að gjöf. Voru fjármunirnir afrakstur listasýningar og söfnunar sem Tolli og Aco stóðu fyrir. Listasýningin vakti mikla athygli þar sem listaverk Tolla voru skönnuð inn á tölvutækt form og myndirnar birtar á skjám 30 iMac-tölva samtímis. Margir lögðu hönd á plóg og þegar upp var staðið voru ríflega 600 þúsund krónur færðar vökudeild. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar, frá vinstri, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, Ásgeir Haraldsson prófessor, Atli Dagbjartsson yfirlæknir, Þorlákur Kristinsson Morthens eða Tolli, Karen Lísa Morthens, Guðrún Magnúsdóttir, Ólafur Hand, Aco Applebúðinni, og Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Aco.