KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík lauk formlega á þriðjudag með sýningu myndar Stanleys Kubricks "Eyes Wide Shut" og verður hún tekin til sýninga í næstu viku. 39 kvikmyndir voru sýndar á hátíðinni og er áætlað að áhorfendur hafi verið um 25 þúsund sem er um 30% aukning frá hátíðinni í janúar.
25 þúsund áhorfendur á

Kvikmyndahátíð í Reykjavík

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík lauk formlega á þriðjudag með sýningu myndar Stanleys Kubricks "Eyes Wide Shut" og verður hún tekin til sýninga í næstu viku. 39 kvikmyndir voru sýndar á hátíðinni og er áætlað að áhorfendur hafi verið um 25 þúsund sem er um 30% aukning frá hátíðinni í janúar. Á frumsýningunni kom fram í máli Þorvaldar Árnasonar frá Sambíóunum og Friðriks Þórs Friðrikssonar frá stjórn Kvikmyndahátíðar að mikil ánægja væri með hátíðina og ekki síst með að kvikmyndir, sem alla jafna fengjust ekki sýndar hérlendis, skyldu ganga eins og vel og raun ber vitni. Sagði Friðrik Þór að enn ætti eftir að semja við ríki og borg um framhald Kvikmyndahátíðar í Reykjavík því 5 ára samningur um hátíðina væri runninn út. Hann bætti við að í ljósi þess hve yfirstaðin hátíð hefði heppnast vel væri engin ástæða til að ætla annað en að þessu góða starfi yrði fram haldið.

Mogunblaðið/Jón Svavarsson

ÞORVALDUR Árnason, Árni Samúelsson, Guðný Björnsdóttir, Alfreð Árnason og Ísleifur Þórhallsson.

LÍSA Kristjánsdóttir, starfsmaður hátíðarinnar, ásamt framkvæmdastjóranum Önnu Maríu Karlsdóttur.

ÁRNI Samúelsson, Friðrik Þór Friðriksson og Thor Vilhjálmsson.