JOSE Antonio Camacho, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, er orðinn dýrlingur á Spáni. Undir hans stjórn hafa Spánverjar tryggt sér rétt til að leika í EM í Hollandi/Belgíu næsta sumar. Síðan hann tók við landsliðinu eftir óvænt tap fyrir Kýpur í fyrra, 3:2, hefur liðið leikið tíu leiki í röð án ósigur. Spánverjar hefndu ófaranna á Kýpur í Badajoz, þar sem þeir unnu stórsigur á Kýpverjum, 8:0.

Camacho

dýrlingur

á Spáni JOSE Antonio Camacho, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, er orðinn dýrlingur á Spáni. Undir hans stjórn hafa Spánverjar tryggt sér rétt til að leika í EM í Hollandi/Belgíu næsta sumar. Síðan hann tók við landsliðinu eftir óvænt tap fyrir Kýpur í fyrra, 3:2, hefur liðið leikið tíu leiki í röð án ósigur. Spánverjar hefndu ófaranna á Kýpur í Badajoz, þar sem þeir unnu stórsigur á Kýpverjum, 8:0.

Camacho tók við landsliðinu af Javier Clemente. "Til að skora átta mörk gegn Kýpur verður allt að ganga upp," sagði Camacho. "Spánverjar unnu stórt vegna þess að þjálfarinn bað leikmennina að bæta fyrir mistökin á Kýpur," sagði blaðið AS. "Camacho hefur náð því fram að leikmenn landsliðsins eru á ný stoltir að leika í landsliðbúningnum," sagði blaðið Marca.

Ismael Urzaiz og Julen Guerrero, sem báðir leika með Athletic Bilbao, skoruðpu þrjú mörk í leiknum. Þeir eru báðir Baskar, en þess má geta að það var hart deilt á fyrrverandi þjálfara, Clemente, sem er Baski, að hann hafi haft of marga Baska í liði sínu. Hinir marksæknu leikmenn blésu á þær ádeilur ­ Guerrero skoraði sína aðra þrennu fyrir Spánverja, skoraði einnig þrjú mörk í leik gegn Möltu fyrir þremur árum.

Spánverjar hafa verið skotglaðir í Evrópukeppninni, skorað 39 mörk ­ fengið aðeins fimm á sig. Þess má geta að Spánverjar hafa ekki unnið til verðlauna í alþjóðlegum mótum síðan þeir urðu Evrópumeistarar á Spáni 1964.

Þess má geta til gamans að Spánverjar hafa ekki gleymt ósigrinum fyrir Íslandi í Evrópukeppni í Reykjavík 1991, þar sem þeir töpuðu, 2:0. Blöð á Spáni rifjuðu þann ósigur enn og aftur upp í gær.