HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent ríkisstjórn Indónesíu mótmæli vegna atburðanna á Austur-Tímor. Ennfremur hefur flokkurinn sent áskorun til Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Evrópuráðsins, um að hann beiti sér í krafti embætta sinna til að þrýsta á stjórnvöld í Jakarta að þau stöðvi blóðsúthellingar á Austur-Tímor.
HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent ríkisstjórn Indónesíu mótmæli vegna atburðanna á Austur-Tímor. Ennfremur hefur flokkurinn sent áskorun til Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Evrópuráðsins, um að hann beiti sér í krafti embætta sinna til að þrýsta á stjórnvöld í Jakarta að þau stöðvi blóðsúthellingar á Austur-Tímor. Mótmælin hafa einnig verið send fjölmiðlum í Jakarta og sendiráði Indónesíu í Ósló, sem starfar fyrir Íslands hönd, segir í fréttatilkynningu.