ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sagði að enn væri óvissa um hvort Dagur Sigurðsson geti leikið með gegn Makedóníu. "Það eru helmingslíkur á að Dagur geti leikið. Það verður ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn á sunnudag hvort hann er tilbúinn í slaginn," sagði Þorbjörn. Makedónar fá öflugan stuðning

Enn óvíst

með Dag

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sagði að enn væri óvissa um hvort Dagur Sigurðsson geti leikið með gegn Makedóníu. "Það eru helmingslíkur á að Dagur geti leikið. Það verður ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn á sunnudag hvort hann er tilbúinn í slaginn," sagði Þorbjörn.

Makedónar

fá öflugan

stuðning

ALLS koma yfir hundrað stuðningsmenn með landsliði Makedóníu til Íslands. Mekedónar koma til Reykjavíkur með leiguflugvél að morgni laugardags frá Skopje. Stuðningsmennirnir eiga eftir að setja sterkan svip á leikinn sem fer fram í Kaplakrika á sunnudagskvöld.

"Krikinn"

happavöllur

Á undanförnum árum hefur landsliðið leikið þýðingarmikla leiki í undankeppni HM og EM í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar hefur liðið alltaf fagnað sigri. Þess vegna var "Krikinn" valinn fyrir leikinn gegn Makedóníu.