Sjónvarpsmynd um íslenska landsliðið í hestaíþróttum við undirbúning og í keppni á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í byrjun október. AÐ sögn Sveins M. Sveinssonar hjá Plús-film, sem gerði myndina í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga,
Landsliðið á heimsmeistaramótinu í Sjónvarpinu Sjónvarpsmynd um íslenska landsliðið í hestaíþróttum við undirbúning og í keppni á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í byrjun október. AÐ sögn Sveins M. Sveinssonar hjá Plús-film, sem gerði myndina í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga, er um að ræða 45­50 mínútna langa heimildarmynd um undirbúning íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir heimsmeistaramótið og framgöngu þess á mótinu. Samið var um sýningu myndarinnar í Sjónvarpinu fyrirfram en myndin verður ekki gefin út til sölu á almennum markaði. Hópur Þjóðverja keypti útgáfuréttinn að þessu sinni. Framúrskarandi aðstæður nema til kvikmyndunar Þrátt fyrir að umgjörð mótsins í Þýskalandi hafi verið framúrskarandi að flestu leyti segir Sveinn að ekkert hafi verið tekið tillit til þarfa kvikmyndatökumanna. Aðstæður til kvikmyndatöku hafi verið afleitar alls staðar þar sem keppni og sýningar fóru fram. Stór dómaratjöld í miðju hringvallarins hafi skyggt mjög á og gert honum erfitt fyrir að ná góðum myndum af hestunum í keppni. Ekki hafi tekið betra við við skeiðbrautina. "Ég náði þó heimsmetinu og er ánægður með það," sagði Sveinn. Vegna reynslu sinnar frá fyrri mótum, t.d. í Seljord í Noregi, skrifaði hann mótshöldurum bréf nokkrum mánuðum fyrir mót þar sem hann lýsti helstu vandkvæðum kvikmyndatökumanna á hestamótum svo þeir gætu haft það í huga. Ekkert tillit var tekið til þessara ábendinga og ekki reiknað með neinum stöðum fyrir kvikmyndatökumenn. Miklar kröfur um góðar heimildarmyndir "Í Seljord átti ég útgáfuréttinn og það dugði til að hafa áhrif og koma fram úrbótum, en því var ekki að heilsa í Þýskalandi þrátt fyrir að ég hefði einnig bent á þessi vandkvæði strax og ég kom á mótsstað. Því miður er ekki nógu mikið gert af því að skapa aðstæður fyrir kvikmyndatökumenn á stórum hestamótum. Nú orðið gerir fólk miklar kröfur til að geta rifjað þessi mót upp með því að grípa til góðrar heimildarmyndar."

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Heimsmet Sigurbjörns Bárðarsonar á Gordoni frá Stóru- Ásgeirá er meðal afreka sem koma fram í heimildarmynd um íslenska landsliðið í hestaíþróttum við undirbúning og keppni á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi sem sýnd verður í Sjónvarpinu í október.