ÞAÐ stefnir í stríð á bókamarkaðinum sem bragð er að; kryddpíurnar í Spice Girls ætla að svara fyrrverandi liðskonu sinni Geri Halliwell fullum hálsi í bók sem nefnist "4EverSpice". Tilefnið er að Halliwell lauk nýverið við sjálfsævisögu sína, "If Only", og sendi "vinkonum" sínum í sveitinni eintak svo þær gætu gluggað í það áður en það færi í búðahillurnar.
SKILNAÐUR ALDARINNAR?

ÞAÐ stefnir í stríð á bókamarkaðinum sem bragð er að; kryddpíurnar í Spice Girls ætla að svara fyrrverandi liðskonu sinni Geri Halliwell fullum hálsi í bók sem nefnist "4EverSpice". Tilefnið er að Halliwell lauk nýverið við sjálfsævisögu sína, "If Only", og sendi "vinkonum" sínum í sveitinni eintak svo þær gætu gluggað í það áður en það færi í búðahillurnar. Að því er fram kemur í Newsweek voru kryddin fjögur lítt hrifin af frásögn Halliwell af því hvernig það bar til að hún sagði skilið við sveitina og ætla að gefa út sína útgáfu af skilnaðinum.

Kryddpíurnar meðan allt lék í lyndi á frumsýningu myndar sinnar með heiðursgestinum Karli Bretaprinsi.