FYRIRTÆKIN Þarfaþing hf. og Kælismiðjan Frost hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Þarfaþing hf. þjónusti Kælismiðjuna Frost á sviði rafmagns. Jafnframt mun Kælismiðjan Frost annast kæliþáttinn sem Þarfaþing hefur haft með höndum undanfarin ár. Við þessa breytingu flyst þjónustufulltrúi Þarfaþings, Brynjar H. Bjarnason, til Kælismiðjunnar Frosts hf.
Þarfaþing og Kælismiðjan Frost með samstarf

FYRIRTÆKIN Þarfaþing hf. og Kælismiðjan Frost hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Þarfaþing hf. þjónusti Kælismiðjuna Frost á sviði rafmagns. Jafnframt mun Kælismiðjan Frost annast kæliþáttinn sem Þarfaþing hefur haft með höndum undanfarin ár. Við þessa breytingu flyst þjónustufulltrúi Þarfaþings, Brynjar H. Bjarnason, til Kælismiðjunnar Frosts hf.

Í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækin hafi átt gott samstarf undanfarin misseri og það sé markmið beggja aðila að nýta styrk hvors annars þar sem verksvið þeirra skarast. Þarfaþing hf. er gamalgróið verktaka- og viðhaldsþjónustufyrirtæki og hjá því starfa á þriðja tug iðnaðarmanna úr ýmsum greinum iðnaðarins. Ásamt viðhaldsþjónustu í öllum iðngreinum annast fyrirtækið meðal annars verktöku á jafnt stórum sem smáum verkum. Þjónustudeild Kælismiðjunnar Frosts hf. samanstendur af tuttugu sérhæfðum þjónustumönnum í Garðabæ og á Akureyri og tryggir öflug bakvaktaþjónusta og sérhæfður varahlutalager viðskiptavinum rekstraröryggi og góða þjónustu allan sólarhringinn að því er fram kemur í fréttatilkynningunni.