SKÓLAPLATAN skýst í efsta sæti "Gamalt og gott"-listans enda skólarnir að hefjast og þrefaldaðist sala plötunnar frá síðasta lista. Á Skólaplötunni eru lög fyrir börn á grunnskólaaldri. Gling gló er fastur liður á listanum að venju og skiptir þá ekki litlu máli að Björk Guðmundsdóttir er við hljóðnemann og fellur alltaf jafn vel í kramið hjá ferðamönnum. Safnplata SSSólar er í 5.

Skólakrakkar

hafa mest að segja

SKÓLAPLATAN skýst í efsta sæti "Gamalt og gott"-listans enda skólarnir að hefjast og þrefaldaðist sala plötunnar frá síðasta lista. Á Skólaplötunni eru lög fyrir börn á grunnskólaaldri. Gling gló er fastur liður á listanum að venju og skiptir þá ekki litlu máli að Björk Guðmundsdóttir er við hljóðnemann og fellur alltaf jafn vel í kramið hjá ferðamönnum. Safnplata SSSólar er í 5. sæti og safnplata Sálarinnar hans Jóns míns í 13. sæti. Sú síðarnefnda hefur þó verið mun lengur á listanum eða í 22 vikur. Þá skjóta upp kollinum kunnuglegar hljómsveitir á borð við Radiohead og Guns'n Roses og er það m.a. vegna átaksins 2 diskar fyrir 2 þúsund krónur sem eldri plötur verða eins fýsilegur kostur og raun ber vitni.