RÚSSNESKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Alexander Tutschkin, þarf ekki að fara í uppskurð eins og óttast var. Eftir að fjórir sérfræðingar höfðu skoðað brot á hálsliðum hans var ljóst að brotin liggja enn það vel saman að uppskurður er ekki nauðsynlegur sem stendur. Ekki er reiknað með að hann geti leikið meira með Minden á þessu tímabili.
Tutschkin ekki í uppskurð

RÚSSNESKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Alexander Tutschkin, þarf ekki að fara í uppskurð eins og óttast var. Eftir að fjórir sérfræðingar höfðu skoðað brot á hálsliðum hans var ljóst að brotin liggja enn það vel saman að uppskurður er ekki nauðsynlegur sem stendur. Ekki er reiknað með að hann geti leikið meira með Minden á þessu tímabili. Brademeier, framkvæmdastjóri Minden, sagði að nær vonlaust væri sem stendur að finna vinstri handar leikmann til að taka stöðu Tutschkin. "Markaðurinn er tómur. Svona snemma á leiktíðinni lætur ekkert lið vinstri handar mann frá sér fara," sagði Brademeier.

Eins og hefur komið fram lenti Tutschkin í umferðaóhappi aðfaranótt sunnudagsins, þegar bifreið hans, sem Igor Lavrov ók, fór út af vegi og hafnaði á tré. Þeir voru þá að fara á móts við landslið Rússlands, sem er í æfingbúðum í Þýskalandi til að undirbúa sig fyrir Evrópuleiki gegn Tyrkjum.

Áfengismagn í blóði Tutschkin mældist 1,85 promill. Hann á von á ákæru frá lögreglu vegna þess að hann lét Lavrov aka bifreið sinni, einnig undir áhrifum áfengis ­ áfengismagn í blóði hans mældist 1,1 promill. Því er ljóst, að þeir félagar geta lent í miklum vandræðum og óljóst að auki hvort hinn 35 ára Tutschkin getur leikið handknattleik framar.

Þess má geta að ekki er æskilegt að menn setjist undir stýri sem eru með 0,5 promill áfengismagn í blóði.