BÆJARRÁð Hafnarfjarðar hefur nú gert samþykkt um götunöfn í Áslandi. Göturnar verða ekki látnar heita eftir ránfuglum eins og bygginganefnd bæjarins vildi, heldur eftir ýmsum fuglum sem halda til í grennd við Ástjörn.
Götunöfn í Áslandi Ránfuglarnir látnir víkja

Hafnarfjörður BÆJARRÁð Hafnarfjarðar hefur nú gert samþykkt um götunöfn í Áslandi. Göturnar verða ekki látnar heita eftir ránfuglum eins og bygginganefnd bæjarins vildi, heldur eftir ýmsum fuglum sem halda til í grennd við Ástjörn.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku var ágreiningur milli bygginganefndar og bæjarráðs um götunöfn í hverfinu og hafði bygginganefndin lagt til að götur skyldu nefndar eftir ránfuglum; Arnarás, Fálkaás, Haukaás, Hrafnaás, Smyrlaás og Ugluás. Bæjarráðið vildi að göturnar yrðu nefndar eftir fuglum sem halda til á þessu þekkta friðlandi fugla í grennd við Ástjörn.

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku kom málið fyrir að nýju og var gerð samþykkt sem byggir á sjónarmiðum bæjarráðsins en ránfuglaheitin voru látin víkja.

Göturnar í hverfinu munu heita Erluás, Gauksás, Kríuás, Svöluás, Þrastarás og Ásbraut, og torg í hverfinu Vörðutorg og Goðatorg, sennilega eftir flórgoðanum, sem er enn sem komið er þekktasti íbúi Áslandsins.