G¨UNTHER Netzer, fyrrum heimsmeistari með Þýskalandi í knattspyrnu ­ 1974 í Þýskalandi ­ og leikmaður með Mönchengladbach, Real Madrid og Hamburger SV, hældi íslenska liðinu í knattspyrnu í hástert á ARD aðalsjónvarpsstöð Þýskalands. Hann er aðstoðarmaður sjónvarpsins þegar knattspyrna er annars vegar.


KNATTSPYRNA

Netzer hældi

landsliði

Íslands G¨UNTHER Netzer, fyrrum heimsmeistari með Þýskalandi í knattspyrnu ­ 1974 í Þýskalandi ­ og leikmaður með Mönchengladbach, Real Madrid og Hamburger SV, hældi íslenska liðinu í knattspyrnu í hástert á ARD aðalsjónvarpsstöð Þýskalands. Hann er aðstoðarmaður sjónvarpsins þegar knattspyrna er annars vegar. Netzer, og þulur sjónvarpsins ræddu lengi um frábæra stöðu Íslands eftir leiki miðvikudagskvöldsins. "Það er með ólíkindum að Ísland skuli enn eiga möguleika þegar ein umferð er eftir í þessum sterka riðli. Frábær frammistaða íslenska liðsins, sem á eftir að leika gegn heimsmeisturum Frakka í París, er athyglisverð," sagði Netzer.

Morgunblaðið/Einar Falur Leikmaðurinn sem réði úrslitum í Laugardal var Andrei Shevchenko, sem er hér (t.h.) að fara skjótast fram hjá Lárusi Orra Sigurðssyni ­ augnabliki síðar var hann búinn að fiska vítaspyrnu.