LOTHAR Matth¨aus notaði tækifærið í gær eftir góðan leik með landsliðinu gegn N-Írlandi, til að skjóta á forystu Bayern M¨unchen. "Þeir þurfa að fara að hugsa hlutina uppá nýtt," sagði Matth¨aus. "Það má reyndar einnig segja um nokkra leikmenn okkar.


LOTHAR Matth¨aus notaði tækifærið í gær eftir góðan leik með landsliðinu gegn N-Írlandi, til að skjóta á forystu Bayern M¨unchen. "Þeir þurfa að fara að hugsa hlutina uppá nýtt," sagði Matth¨aus. "Það má reyndar einnig segja um nokkra leikmenn okkar. Stöðugar peningasektir hafa enga þýðingu lengur," og um slagsmál hans og Lizarzu sagði Matth¨aus við fréttamenn: "Þið hafið skrifað meira um þessi slagsmál en jarðskjálftana í Tyrklandi ­ er ekki nóg komið?"

OLIVER Bierhoff, fyrirliði þýska landsliðsins, segir í viðtali að hann muni aldrei aftur leika í Þýskalandi. "Þegar maður er búinn að vera hjá stórliði eins og AC Milan, er það afturför að fara til liðs eins og Bayern M¨unchen eða Dortmund. Það mun ég aldrei gera," segir Bierhoff.

BIERHOFF, sem er 32 ára, á eftir tvö ár af samningi sínum við AC Milan. Aspurður hversu lengi hann muni leika knattspyrnu svaraði hann að auðvitað færi það eftir getu. "Ég get vel hugsað mér að leika eins lengi og Lothar Matth¨aus ­ til 38 ára. Hann gagnrýndi Bæjara fyrir að standa ekki með Matth¨aus ­ heldur skilja hann eftir einan í rigningunni. "Leikmaður sem hefur gert svo mikið fyirir félagið á þetta ekki skilið."

LOKSINS hefur Borussia Mönchengladbach fundið þjálfara til að taka við starfi Rainer Bonhof. Hans Meyer heitir nýi þjálfarinn, sem kemur frá austurhluta Þýskalands. Hans bíður erfitt verkefni að koma liðinu aftur á sigurbraut.

WILFRIED Jacobs, forseti "Glasbach", kynnti nýjan þjálfara í gær ­ hann hefur kynnt fimm nýja þjálfara í sinni stjórnartíð; eða á aðeins tveimur árum. Hann þakkaði hollenska liðinu Twentw Enschede fyrir að sleppa þjálfaranum lausum fyrir ekkert.