Knattspyrnubandalag Vals og Austra, KVA, sem leikur í fyrstu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, hefur sýnt áhuga á sameiningu við knattspyrnudeild Þróttar frá Neskaupstað, að sögn Róberts Haraldssonar, framkvæmdastjóra KVA. Félagsins bíður fall í aðra deild, þangað sem Þrótti, Neskaupstað, mistókst að komast eftir að hafa verið í baráttu efstu liða í þeirri þriðju.
KVA vill sameinast Þrótti Knattspyrnubandalag Vals og Austra, KVA, sem leikur í fyrstu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, hefur sýnt áhuga á sameiningu við knattspyrnudeild Þróttar frá Neskaupstað, að sögn Róberts Haraldssonar, framkvæmdastjóra KVA. Félagsins bíður fall í aðra deild, þangað sem Þrótti, Neskaupstað, mistókst að komast eftir að hafa verið í baráttu efstu liða í þeirri þriðju. KVA hefur sent bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, sameinaðs bæjarfélags Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. "Við höfum gefið í skyn að við viljum endilega ræða málin og skoða hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu," segir Róbert.

"Þetta virðist eina leiðin, því við höfum staðið okkur vel í fyrstu deild, en vantar meiri liðsheild ­ fleiri menn. Þetta veltur allt á fjárhagnum, sem hrjáir okkur. Við erum ekkert að spá í þetta fyrst núna þegar hallar undan fæti, heldur var einnig rætt um þetta fyrr í sumar þegar okkur gekk vel," segir framkvæmdastjórinn.

Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli félaganna, en að sögn Róberts vill bæjarstjórnin að félögin tvö hafi frumvæði að þeim. Bæjarstjórnin myndi síðar hlaupa undir bagga ef samkomulag næðist. Sameiginlegt lið hefur leikið í Fjarðabyggð í öðrum flokki karla í sumar og þykir sú samvinna hafa gengið vel.