FRÁ og með 1. september hafa orðið breytingar á dreifikerfi RÚV. í Borgarnesi. Búið er að setja upp í nýja TAL-loftnetinu 50 watta senda fyrir Rás 1-tíðni 97,2 MHz og Rás 2-tíðni 90,5 MHz. Einnig er búið að stækka sendi Sjónvarps úr 10 wöttum í 30 wött og er sent á UHF rás 25. Með þessu batnar útsending RÚV til muna í Borgarnesi, segir í fréttatilkynningu.
Breytingar á dreifikerfi RÚV í Borgarnesi

FRÁ og með 1. september hafa orðið breytingar á dreifikerfi RÚV. í Borgarnesi. Búið er að setja upp í nýja TAL-loftnetinu 50 watta senda fyrir Rás 1-tíðni 97,2 MHz og Rás 2-tíðni 90,5 MHz. Einnig er búið að stækka sendi Sjónvarps úr 10 wöttum í 30 wött og er sent á UHF rás 25.

Með þessu batnar útsending RÚV til muna í Borgarnesi, segir í fréttatilkynningu.