Í HAUST munu Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989.
Skógarganga á laugardaginn

Í HAUST munu Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu.

Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. Í göngunum er ætlunin að taka fyrir ákveðna trjátegund, reyna að hafa uppi á þeim trjám sem hafa verið mæld og kanna hvernig þeim hefur reitt af. Einnig verður fjallað um hagnýt atriði við ræktun viðkomandi trjátegunda.

Í göngunni á laugardag, 11. september, á að skoða trjátegundirnar ilmreyni og silfurreyni. Gangan hefst kl. 10 við stóra hlyntréð á horni Vonarstrætis og Suðurgötu og tekur um tvo tíma. Allt áhugafólk um ræktun er hvatt til að koma. Í lok göngunnar er von á óvæntum glaðningi.

Í göngunni á laugardag á að skoða reynivið.