Frost hf hefur sett á markað nýtt krapakerfi sem býr til ískrapa úr ís sem fyrirtækið hefur þróað í samvinnu við Landsmiðjuna. Kerfið, sem hefur verið skírt FIB, er ekki fyrirferðarmikið en að sama skapi mjög afkastamikið. Kerfið getur framleitt 20 - 25 tonn af krapaís á mínútu. Það getur búið til krapaís bæði úr sjó og ferskvatni.
Nýtt krapakerfi hjá Frosti Frost hf hefur sett á markað nýtt krapakerfi sem býr til ískrapa úr ís sem fyrirtækið hefur þróað í samvinnu við Landsmiðjuna. Kerfið, sem hefur verið skírt FIB, er ekki fyrirferðarmikið en að sama skapi mjög afkastamikið. Kerfið getur framleitt 20 - 25 tonn af krapaís á mínútu. Það getur búið til krapaís bæði úr sjó og ferskvatni.

Bjarni Elíasson hjá Frosti segir að hin mikla afkastageta geri það að verkum að ekki þurfi neina geymslutanka fyrir ísinn. "Þetta kerfi hefur verið í þróun í eitt ár. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessari lausn okkar en menn horfa mikið á hversu fjölbreytt kerfið er. Það er bæði hægt að nota það við smærri fiskvinnslu eða veiðar sem og stærri."

Bjarni segir að Samherji hafi fest kaup á tveim kerfum og fleiri fyrirtæki hafa sýnt áhuga. "Ég er bjartsýnn á að þetta rjúki út. Einnig held ég að þetta kerfi eigi mikla framtíð fyrir sér erlendis. Við erum komnir á fremsta hlunn með að selja í danskar ísverksmiðju."

Bjarni Elíasson við nýja ískrapakerfið frá Frosti.