YOURI Djorkaeff og Alain Boghossian, landsliðsmenn Frakka í knattspyrnu, voru útnefndir heiðursborgarar Armeníu er þeir voru staddir í landinu vegna landsleiks Armena og Frakka í fjórða riðli undankeppni Evrópumóts landsliða, sama riðli og Íslendingar leika í. Leikmennirnir tveir tóku við armenskum vegabréfum úr hendi forseta landsins, Robert Kocharyan, við hátíðlega athöfn.

Djorkaeff

heiðursborgari

Armeníu YOURI Djorkaeff og Alain Boghossian, landsliðsmenn Frakka í knattspyrnu, voru útnefndir heiðursborgarar Armeníu er þeir voru staddir í landinu vegna landsleiks Armena og Frakka í fjórða riðli undankeppni Evrópumóts landsliða, sama riðli og Íslendingar leika í. Leikmennirnir tveir tóku við armenskum vegabréfum úr hendi forseta landsins, Robert Kocharyan, við hátíðlega athöfn. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Armeníu og ég er mjög feginn að vera hér," sagði Djorkaeff, en afi hans fæddist í landinu. "Þetta er mjög sérstakur dagur í lífi mínu og fjölskyldu minnar," bætti hann við. Djorkaeff skoraði fyrsta mark heimsmeistara Frakka í leiknum, sem gestirnir unnu, 3:2.