OPINN og almennur fundur verður í Norræna húsinu laugardaginn 11. september kl. 14 þar sem m.a. verða kynnt þau verkefni sem UNIFEM á Norðurlöndunum hafa styrkt. Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, flytur ávarp og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fjallar um hvar ætla megi að þörfin fyrir þróunaraðstoð til handa konum verði brýnust nú í byrjun nýs árþúsunds.

Verkefni UNIFEM á Norðurlöndum kynnt

OPINN og almennur fundur verður í Norræna húsinu laugardaginn 11. september kl. 14 þar sem m.a. verða kynnt þau verkefni sem UNIFEM á Norðurlöndunum hafa styrkt.

Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, flytur ávarp og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fjallar um hvar ætla megi að þörfin fyrir þróunaraðstoð til handa konum verði brýnust nú í byrjun nýs árþúsunds.

Fulltrúar frá stjórnum UNIFEM- félaganna í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi kynna verkefni sem viðkomandi félög hafa styrkt. Að því búnu verða pallborðsumræður þar sem fulltrúar stjórnanna sitja í pallborði. Fundinum lýkur kl. 17 en að honum loknum eru léttar veitingar í boði samstarfsráðherra Norðurlanda.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.