Í dag er föstudagur 10. september, 253. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en með ráðþægum mönnum er viska. (Orðskviðirnir 13, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hansewall fer í dag. Ferjur Herjólfur.
Í dag er föstudagur 10. september, 253. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en með ráðþægum mönnum er viska.

(Orðskviðirnir 13, 10.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Hansewall fer í dag.

Ferjur

Herjólfur. Tímaáætlun Herjólfs: Mánudaga til laugardaga frá Vestmannaeyjum kl. 8.15, frá Þorlákshöfn frá kl. 12. Sunnudaga frá Vestmannaeyjum kl. 14, frá Þorlákshöfn kl. 18. Aukaferð á föstudögum kl. 15.30 frá Vestmannaeyjum, frá Þorlákshöfn kl. 19. Þessar ferðir falla niður í janúar og febrúar. Ferðir frá Umferðarmiðstöðinni: mánudaga til laugardaga kl. 11, sunnudaga kl. 16.30 og aukaferð á föstudögum kl. 17.30. Nánari upplýsingar: Vestmannaeyjar, s. 481 2800, Þorlákshöfn, s. 483 3413, Reykjavík, s. 552-2300.

Hríseyjarferjan Sævar. Daglegar ferðir frá Hrísey: Fyrsta ferð kl. 9 á morgnana og síðan á tveggja klukkustunda fresti til kl. 23, frá Árskógssandi: Fyrsta ferð kl. 9.30 og síðan á tveggja klukkustunda fresti til kl. 23.30. Síminn í Sævari er 852 2211, upplýsingar um frávik á áætlun eru gefnar í símsvara 466 1797.

Mannamót

Aflagrandi 40. Bingó fellur niður í dag og allt annað félagsstarf vegna starfsdags leiðbeinenda.

Árskógar 4. Allt félagsstarf fellur niður í dag vegna vinnudags starfsmanna.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8­16 hárgreiðsla, kl. 9.30­12.30 böðun, kl. 9­16 fótaaðgerð, kl. 9­15 almenn handavinna, kl. 9.30­11 morgunkaffi/dagblöð, kl. 11.15­12.15 hádegisverður, kl. 13­16 frjálst að spila í sal, kl. 15­15.45 kaffi.

Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ. Opið hús í Kirkjuhvoli alla þriðjudaga kl. 13­16, tekið í spil og fleira.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli við Reykjavíkurveg 50. Brids kl. 13.30, púttæfing á vellinum við Hrafnistu kl. 14­15.30. Þeir sem hafa áhuga á myndlistarnámi vinsamlegast skrái sig hjá Herdísi í síma 555 0142.

Félagsstarf eldri borgara í Kópavogi, Gullsmára. Opið alla virka daga frá kl. 9­17. Alltaf heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Allir velkomnir.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10­13, matur í hádeginu. Ath.! félagsvist verður ekki spiluð í dag, spilað verður á sunnudögum og fimmtudögum kl. 13.30. Göngu- Hrólfar fara í létta gönguferð frá Ásgarði á morgun kl. 10. Kórinn tekur aftur til starfa 15. september, nýir félagar velkomnir. Athugið! Beyting er á ferð í Þverárrétt, verður hún farin 19. september í stað 12. september. Kvöldverður á Hótel Borgarnesi. Haustlitaferð til Þingvalla 25. september. Kvöldverður í Básum og dansað á eftir, skráning hafin. Nánari upplýsingar um ferðir fást á skrifstofu félagsins, einnig í blaðinu "Listin að lifa" bls. 4­5, sem kom út í mars 1999. Skrásetning og miðaafhending á skrifstofu. Upplýsingar í síma 588 2111, milli kl. 9 og 17 alla virka daga.

Gerðuberg, félagsstarf. Í dag 9­16.30 verður vinnustofan opnuð, m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndur, umsjón Jóna Guðjónsdóttir, glermálun, umsjón Óla Stína, frá hádegi er spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing hjá Gerðubergskór undir stjórn Kára Friðrikssonar, nýir félagar velkomnir. Myndlistarsýning Þorgríms Kristmundssonar stendur yfir. Veitingar í teríu. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720.

Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardögum.

Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, félagsvist kl. 20.30 Húsið öllum opið.

Hraunbær 105. Kl. 9.30­12.30 bútasaumur, kl. 9­17 hárgreiðsla, kl. 11­12 leikfimi, kl. 12­13 hádegismatur, kl. 14­15 pútt.

Hvassaleiti 56­58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, leikfimi hjá Jónasi og postulínsmálun hjá Sigurey.

Hæðargarður 31. Kl. 9 morgunkaffi, kl. 9­13 vinnustofa, glerskurðarnámskeið, kl. 9­17 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 11.30 hádegisverður, kl. 14 brids, kl. 15 eftirmiðdagskaffi.

Langahlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.30 hádegisverður, kl. 13 "opið hús" spilað á spil, kl. 15. kaffiveitingar.

Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, Vinnustofur eru lokaðar í dag vegna námsferðar leiðbeinenda.

Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöðin og kaffi, kl. 9.15 almenn handavinna, kl. 10­11 kántrídans, kl. 11­12 danskennsla, stepp, kl. 11.45 matur, kl. 13.30­14.30 sungið við flygilinn ­ Sigurbjörg, kl. 14.30 kaffiveitingar og dansað í aðalsal undir stjórn Sigvalda. Í dag kl. 14.30­16 leikur Grettir Björnsson harmoníkuleikari fyrir dansi. Rjómapönnukökur með kaffinu. Námskeið í postulíni, myndlist og glerskurði hefjast miðvikudaginn 15. september. Skráing og nánari uppl. í síma 562 7077.

Vitatorg. Kl. 9­12 smiðjan og bókband, kl. 9.30­10 stund með Þórdísi, kl. 10­11 leikfimi ­ almenn, kl. 10.30 létt ganga, kl. 11.45 hádegismatur, kl. 13.30­14.30 bingó, kl. 14.30 kaffi.

Bridsdeild FEBK, Fannborg 8, Kópavogi. Brids í dag kl. 13.15.

Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi.

Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður haldinn annað kvöld kl. 21 að Hverfisgötu 105 2. hæð (Risið). Nýir félagar velkomnir.