UNDANFARIN ár hefur Jóhann Helgason tekið upp nýtt vinnulag, samið lög á breiðskífur snemma árs, tekið upp um sumarið og sent frá sér skífu fyrir jól. Hann heldur uppteknum hætti á þessu ári, er nú við störf í Grjótnámunni, hljóðveri úti við Sund.
Í verinu

Jóhann Helgason

í hljóðveri UNDANFARIN ár hefur Jóhann Helgason tekið upp nýtt vinnulag, samið lög á breiðskífur snemma árs, tekið upp um sumarið og sent frá sér skífu fyrir jól. Hann heldur uppteknum hætti á þessu ári, er nú við störf í Grjótnámunni, hljóðveri úti við Sund. Jóhann er að taka upp tíu lög sem hann samdi fyrr á árinu og hyggst gefa út í nóvember. Hann segist aðallega horfa til þess að koma lögum sínum til annarra flytjenda og gefa út plötur helst til þess að koma þeim á framfæri. Það hefur og gengið bærilega og hann hefur meðal annars fengið fyrirspurnir frá Bandaríkjunum um fyrri plötur hans. Jón Kjell Seljeseth leggur Jóhanni lið á plötunni, vinnur með honum útsetningar og leikur á hljómborð, en ýmsir fleiri koma við sögu, Birgir Baldursson trommuleikari, Jóhann Ásmundsson á bassa og Guðmundur Pétursson og Sigurgeir Sigmundsson á gítara. Jóhann syngur öll lög utan eitt, en það lag syngur sextán ára gömul dóttir hans. Jóhann og Jón Kjell eru búnir að taka upp alla grunna með trommum, en þó nokkuð er eftir að taka upp til viðbótar. Þeir félagar stefna að því að ljúka við plötuna fyrir lok september eða í byrjun nóvember, en fyrirhugað er að hún komi út í þeim mánuði. Jóhann segir að tónlistin sé melódísk popptónlist, líkt og á fyrri plötum hans, með ýmsum tilbrigðum, hann sé að gera það sem hann kunni best. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Jóhann Helgason og Jón Kjell ábúðarmiklir við takkana í Grjótnámunni.