MEÐAL þess sem fannst við skráningu fornleifa í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum nýlega voru manngerðir skútar undir Fjósakletti. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, annaðist skráninguna í tengslum við deiliskipulag á svæðinu. Í skýrslu, sem Bjarni hefur ritað, kemur fram að skútarnir eru taldir hafa mikið minjagildi og hugsanlega ætti að friðlýsa þá.
Manngerðir skútar í Herjólfsdal

MEÐAL þess sem fannst við skráningu fornleifa í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum nýlega voru manngerðir skútar undir Fjósakletti.

Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, annaðist skráninguna í tengslum við deiliskipulag á svæðinu. Í skýrslu, sem Bjarni hefur ritað, kemur fram að skútarnir eru taldir hafa mikið minjagildi og hugsanlega ætti að friðlýsa þá. Bjarni áætlar aldur þeirra frá 1550-1900.

Í skýrslunni segir einnig að næsta víst megi telja að undir Fjósakletti leynist mannvistarleifar af einhverju tagi. Við skráninguna hafi 11 rústir fundist í dalnum. "Flestir þeirra voru þekktir áður en hellarnir/skútarnir í Fjósakletti eru skemmtileg og merkileg viðbót við fornleifaflóruna í dalnum," segir í skýrslu Bjarna. "Mjög líklega má finna mannvistarlög undir hellunum/skútunum. Skútar eða hellar af þessu tagi hafa ekki áður fundist í eyjunum, þó aðrir hellar séu þar vel þekktir."

Morgunblaðið/Sigurgeir Í skútunum er klappað í sandsteininn fyrir sperrum eða öðru, t.d. ljósfæri. Ingvar Sigurjónsson virti fyrir sér holurnar og skútana. Fjósaklettur er á innfeldu myndinni.