BRIDSSAMBANDIÐ hefir undanfarin ár haldið utan um þau mót sem félögin víðs vegar um landið halda. Helztu viðburðir til áramóta verða þessir: 11.-12. september Vestfjarðamót í tvímenningi, sem haldið verður í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 24.-26. september. Hið árlega Hornafjarðarmót. 9. október. Minningarmótið um Einar Þorfinnsson á Selfossi. 16.-17.
BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Önnur stærri mót til áramóta BRIDSSAMBANDIÐ hefir undanfarin ár haldið utan um þau mót sem félögin víðs vegar um landið halda. Helztu viðburðir til áramóta verða þessir: 11.-12. september Vestfjarðamót í tvímenningi, sem haldið verður í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 24.-26. september. Hið árlega Hornafjarðarmót. 9. október. Minningarmótið um Einar Þorfinnsson á Selfossi. 16.-17. október. Hraðsveitakeppni og einmenningur á vegum Bridssambands Austurlands, haldin á Seyðisfirði. 22.-23. október. Austurlandsmót í tvímenningi á Egilsstöðum. 23. október. Reykjanesmót í tvímenningi í Keflavík, Reykjavíkurmót í tvímenningi í Bridshöllinni og Norðurlandsmót í tvímenningi á Sauðárkróki. 6. nóvember. Paratvímenningur Bridssambands Austurlands haldinn í golfskálanum í Fellabæ. 20. nóvember. Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar. Haldið í félagsheimili bridsspilara á Suðurnesjum sem stendur við gamla Sandgerðisveginn. 20.-21. nóvember. Norðurlandsmótið í sveitakeppni sem fram fer í Siglufirði að þessu sinni. 27. desember. Jólamót Bridsfélags og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. 28. desember. Minningarmótið um Hörð Þórðarson sem BR er í forsvari fyrir. Spila í Bridshöllinni. 30. desember. Íslandsbankamót Bridsfélags Akureyrar. Nýja árið hefst svo með miklum krafti og verður fyrsta mótið haldið á Blönduósi 2. janúar. Mótið er svokallað Þorsteinsmót og er spiluð sveitakeppni.