RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Sólveigar Pétursdóttur um að leggja 600 þúsund króna styrk til gerðar minnisvarða um þrjá Dýrfirðinga sem fórust þann 10. október 1899 er þeir, ásamt Hannesi Hafstein sýslumanni, gerðu tilraun til uppgöngu í togarann Royalist frá Hull, þar sem hann var við ólöglegar veiðar í íslenskri landhelgi.
Dýrafjörður Minnisvarði um fallna í landhelgisstríði

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Sólveigar Pétursdóttur um að leggja 600 þúsund króna styrk til gerðar minnisvarða um þrjá Dýrfirðinga sem fórust þann 10. október 1899 er þeir, ásamt Hannesi Hafstein sýslumanni, gerðu tilraun til uppgöngu í togarann Royalist frá Hull, þar sem hann var við ólöglegar veiðar í íslenskri landhelgi.

Þeir sem fórust hétu Jóhannes Guðmundsson, Jón Þórðarson og Guðmundur Jónsson. 100 ár eru frá atburðinum þann 10. október næstkomandi. Afkomendur Jóhannesar hafa beitt sér fyrir gerð minnisvarða af því tilefni og verður hann reistur í landi Bessastaða norðan Dýrafjarðar, þar sem Jóhannes bjó.

Afkomendur Jóhannesar munu sjálfir greiða mestan hluta þeirra 2 milljóna króna sem gerð minnisvarðans kostar.