FORSETI Eistlands, Lennart Meri, og eiginkona hans, frú Helle Meri, koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Það verður í fyrsta sinn sem Íslendingar bjóða forseta Eistlands í opinbera heimsókn en Lennart Meri var utanríkisráðherra Eistlands þegar Ísland tók fyrst landa upp stjórnmálasamband við Eistland árið 1991.
Forseti Eistlands í opinbera heimsókn

FORSETI Eistlands, Lennart Meri, og eiginkona hans, frú Helle Meri, koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Það verður í fyrsta sinn sem Íslendingar bjóða forseta Eistlands í opinbera heimsókn en Lennart Meri var utanríkisráðherra Eistlands þegar Ísland tók fyrst landa upp stjórnmálasamband við Eistland árið 1991.

Heimsókn forsetahjónanna hefst með hátíðlegum móttökum á Bessastöðum að morgni þriðjudagsins 14. september. Meðal atburða sem skipulagðir eru vegna heimsóknarinnar er heimsókn til Alþingis, Höfða og Stofnunar Árna Magnússonar

Miðvikudaginn 15. september verður haldið í heimsókn til Akraness þar sem m.a. verður komið við í knattspyrnumiðstöðinni og íþróttamiðstöð bæjarins en Teitur Þórðarson er þjálfari eistneska landsliðsins í knattspyrnu. Einnig verður fiskvinnsla Haraldar Böðvarssonar heimsótt og komið í Grundarskóla og Byggðasafnið að Görðum.

Eistlandsforseti mun einnig sækja málþing í Háskóla Íslands og halda fyrirlestur sem hann nefnir: "Yalta to Yalta. Have We Learned Anything?" Um kvöldið halda forsetahjónin til Þingvalla og sitja kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.

Síðasta dag heimsóknarinnar munu forsetahjónin ásamt forseta Íslands m.a. fara að Gullfossi og Geysi og kynnast íslenska hestinum.