BHM, BSRB og kennarafélögin efna til sameiginlegs fundar fulltrúa samtakanna um réttindamál opinberra starfsmanna föstudaginn 10. september kl. 13. Fjallað verður um veikindarétt og réttindi og réttarstöðu trúnaðarmanna. Fundurinn er til undirbúnings samningum við ríki og sveitarfélög sem nú standa fyrir dyrum um þessi efni.
Fundað um réttindamál opinberra starfsmanna

BHM, BSRB og kennarafélögin efna til sameiginlegs fundar fulltrúa samtakanna um réttindamál opinberra starfsmanna föstudaginn 10. september kl. 13. Fjallað verður um veikindarétt og réttindi og réttarstöðu trúnaðarmanna. Fundurinn er til undirbúnings samningum við ríki og sveitarfélög sem nú standa fyrir dyrum um þessi efni.

Þegar hafa samtökin samræmt stefnu sína varðandi fæðingarorlof og leggja þar til að réttur til fæðingarorlofs verði aukinn og að stofnaður verði sérstakur sjóður sem standi straum af kostnaði við fæðingarorlof.

Fundurinn á föstudag verður haldinn í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89.