Nýliðastarf Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík NÝLIÐASTARF Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hefst með kynningarkvöldi mánudaginn 13. september klukkan 20 í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg (við hliðina á Bílaleigu Flugleiða á leiðinni að Hótel Loftleiðum).
Nýliðastarf Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík NÝLIÐASTARF Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hefst með kynningarkvöldi mánudaginn 13. september klukkan 20 í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg (við hliðina á Bílaleigu Flugleiða á leiðinni að Hótel Loftleiðum).

Í fréttatilkynningu segir: "Nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar er margþætt og skemmtileg þjálfun sem reynir á styrk og samvinnu. Þar gefst fólki tækifæri til að kynnast fjallamennsku, klifri, skíðaferðum um hálendið, fallhlífarstökki, hellaskoðun, skyndihjálp og áfram mætti telja. Markmið með nýliðaþjálfuninni er að gera fólk fært um að ferðast og bjarga sér og öðrum við mismunandi aðstæður."

Allir sem áhuga hafa, bæði strákar og stelpur, og hafa náð 16 ára aldri eru eindregið hvattir til að mæta á kynningarkvöldið.

Félagar í Flugbjörgunarsveitinni við ísklifur í Svínafellsjökli.