BORGARRÁÐ hefur synjað veitingastaðnum X-borgara í Leirubakka um vínveitingaleyfi, m.a. vegna mótmæla á sjötta hundrað íbúa í nágrenninu. Málið var afgreitt á fundi borgarráðs í síðustu viku. Fyrir lá umsókn staðarins um leyfi til vínveitinga en lögreglustjórinn í Reykjavík mælti gegn því vegna nálægðar staðarins við grunnskóla og íbúðabyggð.
Mótmæli íbúa stöðvuðu vínveitingaleyfi

Breiðholt BORGARRÁÐ hefur synjað veitingastaðnum X-borgara í Leirubakka um vínveitingaleyfi, m.a. vegna mótmæla á sjötta hundrað íbúa í nágrenninu.

Málið var afgreitt á fundi borgarráðs í síðustu viku. Fyrir lá umsókn staðarins um leyfi til vínveitinga en lögreglustjórinn í Reykjavík mælti gegn því vegna nálægðar staðarins við grunnskóla og íbúðabyggð. Skrifstofustjóri félagsþjónustunnar tók undir þau sjónarmið. Þá bárust borgaryfirvöldum mótmæli á sjötta hundrað íbúa gegn því að áfengisveitingaleyfið yrði veitt. Í umfjöllun borgarráðs var samþykkt tillaga þar sem segir að með vísan til umsagnar lögreglu, skrifstofustjóra Félagsþjónustunnar og mótmæla íbúa sé erindinu synjað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sáu hjá við afgreiðslu málsins en tillagan var samþykkt með atkvæðum Reykjavíkurlistans.