BORGARBRAUT á Akureyri verður vígð við hátíðlega athöfn í dag föstudag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun klippa á borða á brúnni yfir Glerár á Borgarbraut og opna þar með fyrir umferð um veginn. Borgarbraut er gífurleg samgöngubót fyrir bæjarbúa en hún tengir saman Glerárgötu og Hlíðarbraut, auk þess sem hún tengir Háskólann á Akureyri á Sólborg betur við gatnakerfi bæjarins.
Borgarbrautin formlega vígð

BORGARBRAUT á Akureyri verður vígð við hátíðlega athöfn í dag föstudag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun klippa á borða á brúnni yfir Glerár á Borgarbraut og opna þar með fyrir umferð um veginn.

Borgarbraut er gífurleg samgöngubót fyrir bæjarbúa en hún tengir saman Glerárgötu og Hlíðarbraut, auk þess sem hún tengir Háskólann á Akureyri á Sólborg betur við gatnakerfi bæjarins. Einnig eru undirgöng fyrir gangandi vegfarendur á Borgarbraut, sem tengir saman göngustíga milli Glerárhverfis og Brekku.