TALSMENN breska Verkamannaflokksins greindu frá því í fyrradag að milljónamæringurinn Sainsbury lávarður, sem gegnir aðstoðarráðherraembætti í ríkisstjórn Tonys Blairs, myndi í ár leggja tvær milljónir punda, um tvö hundruð og tuttugu milljónir ísl. króna, í sjóði Verkamannaflokksins.

Hátt fjárframlag

Sainsburys

London. Reuters.

TALSMENN breska Verkamannaflokksins greindu frá því í fyrradag að milljónamæringurinn Sainsbury lávarður, sem gegnir aðstoðarráðherraembætti í ríkisstjórn Tonys Blairs, myndi í ár leggja tvær milljónir punda, um tvö hundruð og tuttugu milljónir ísl. króna, í sjóði Verkamannaflokksins.

Talsmenn Verkamannaflokksins sögðu að fátítt væri að flokkurinn fengi svo hátt framlag frá einum aðila en fullyrtu að ekki þyrfti að óttast að svo há fjárframlög yllu hagsmunaárekstrum. Sjálfur kvaðst Sainsbury ekkert hafa að fela og sagði sjálfsagt mál að öll fjárframlög hans í kassa Verkamannaflokksins væru gerð opinber.

Sainsbury lávarður er einn af ríkustu mönnum Bretlands en hann er fyrrverandi forstjóri Sainsburys- verslanakeðjunnar. Breska stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að persónulegur áhugi hans á ræktun erfðabreyttra matvæla samræmdist ekki ábyrgð hans á málefnum vísinda í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.