JÓHANNES Jónasson lögreglumaður lést á Vífilstaðaspítala sl. miðvikudag, 57 ára að aldri. Jóhannes fæddist 14. mars árið 1942 í Reykjavík, sonur Jónasar Skjaldar Jónassonar, lögregluvarðstjóra í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Jóhannes lauk námi í Lögregluskólanum árið 1979 en hann hafði starfað í lögreglunni í Reykjavík frá miðju ári 1963.
Andlát

JÓHANNES JÓNASSON

JÓHANNES Jónasson lögreglumaður lést á Vífilstaðaspítala sl. miðvikudag, 57 ára að aldri.

Jóhannes fæddist 14. mars árið 1942 í Reykjavík, sonur Jónasar Skjaldar Jónassonar, lögregluvarðstjóra í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Jóhannes lauk námi í Lögregluskólanum árið 1979 en hann hafði starfað í lögreglunni í Reykjavík frá miðju ári 1963. Hann var skipaður lögreglumaður árið 1980.

Jóhannes var þekktur fyrir þátttöku sína í spurningakeppni í útvarpi og sjónvarpi. Hann var fulltrúi Íslands í Kontrapunkti, norrænu spurningakeppninni um sígilda tónlist, sem flutt var í Ríkissjónvarpinu. Þá starfaði hann í félagsskap áhugafólks um sígilda tónlist.

Eiginkona Jóhannesar var Kolbrún Erla Helgadóttir. Þau skildu.



Jóhannes Jónasson