LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna hefur um nokkura ára skeið selt eða látið af hendi án endurgjalds upplýsingar um nöfn námsmanna erlendis og nöfn og heimilisföng umboðsmanna þeirra hérlendis. Elfa Dögg Þórðardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis,
LÍN hefur látið af hendi upplýsingar um námsmenn erlendis Fjöldi námsmanna hefur lýst yfir óánægju

LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna hefur um nokkura ára skeið selt eða látið af hendi án endurgjalds upplýsingar um nöfn námsmanna erlendis og nöfn og heimilisföng umboðsmanna þeirra hérlendis. Elfa Dögg Þórðardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir talsverðan fjölda námsmanna hafa haft samband við skrifstofu SÍNE og lýst yfir óánægju sinni með þessa starfshætti lánasjóðsins, en ýmir aðilar, þar á meðal sölumenn, hafi notfært sér slíkar upplýsingar til að senda námsmönnum auglýsingatengt efni.

Elfa Dögg segir að stjórn SÍNE muni funda um málið, kanna lögmæti þessa gjörnings og væntanlega fara fram á að LÍN hætti sölu heimilisfanga umboðsmanna námsmanna erlendis.

Tölvunefnd bíður átekta

Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri tölvunefndar segir skylt að hafa starfsleyfi til að láta þær upplýsingar af hendi sem um ræðir og kveðst hún ekki minnast þess að gefið hafi verið út slíkt starfsleyfi fyrir LÍN. Hún eigi von á að tölvunefnd muni ræða málið og sjá til hvort því verði vísað til hennar með formlegum hætti.

Steingrímur Ari Arason framkvæmdastjóri LÍN segir sjálfgefið að þessi mál verði fljótlega rædd í stjórn LÍN þannig að formleg samþykkt sem heimili þessa afhendingu upplýsinga verði að minnsta kosti gerð innan hennar. LÍN leggi mikið upp úr að gæta fyllsta trúnaðar gagnvart viðskiptavinum sínum og að fullt traust ríki á milli aðila. "Við höfum verið liðlegir í að veita þessar upplýsingar en auðvitað erum við meðvitaðir um að í einhverjum tilvikum gætu námsmenn upplifað þetta sem ónæði. Við teljum þó að í fleiri tilvikum standi námsmönnum á sama eða að þeir hafi hreint og beint gagn af," segir Steingrímur Ari.

SÍNE mun óska/12

?